Hlaupaþjálfun Hildar - áskrift

Hlaupaþjálfun Hildar - áskrift

Regular price
7.500 kr
Sale price
7.500 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

Langar þig að:

Geta hlaupið án þess að gefast strax upp?

Ná fyrstu 5km eða 10km þínum?

Hlaupa þér til ánægju og heilsueflingar?

Komast upp úr gamla hlaupahjólfarinu þínu?

Sjá bætingar á hlaupunum þínum?

Vinna persónulega sigra?

Læra inn á sjálfa þig sem hlaupara og læra að þekkja veikleika þína og styrkleika í hlaupum?

Ef þú hefur metnað, býrð yfir seiglu, langar að ná lengra og bæta eða að brjóta upp núverandi hlaup hjá þér þá er þetta hlaupaþjálfun fyrir þig!

Hlaupaþjálfun Hildar hjálpar byrjendum jafnt sem lengra komnum í hlaupum að halda uppi góðum æfingum og koma þér lengra í hlaupum svo að þú getir elt markmiðin þín og náð þeim.

Markmiðin geta verið mjög fjölbreytt

- Þau geta verið árangurstengd, t.d. að ná X vegalengd á X tíma

- Þau geta líka verið persónuleg, að hlaupa fyrir sjálft sig, fyrir heilsuna, vellíðanina án þess að stefna á keppnishlaup eða ákveðna vegalengd á tíma. 

Hlaupaþjálfun Hildar er alfarið* online (fjarþjálfun) þar sem samskipti fara fram í gegnum lokaðan facebook hóp og æfinga-app.

Þú getur verið með hvaðan sem er,

gert æfingarnar hvar sem er,

hvenær sem þér hentar

OG á sama tíma verið með þjálfara og æfingaprógram,

ásamt því að vera hluti af hvetjandi hlaupasamfélagi

*Ef þú býrð á Selfossi eða nágrenni þá er 1x sameiginleg æfing í viku með þjálfara, við köllum hana samæfingu og eru allir meðlimir hópsins velkomnir á hana. Ekki er þó skylda að komast á þessa æfingu til að vera í hlaupaþjálfun. Samæfingin hentar öllum getustigum, byrjendum og lengra komnum. Meira um samæfinguna er í facebookhópnum okkar.

Svona virkar þetta:

 • Þú skráir þig í áskrift
 • Fljótlega færðu tölvpóst með boði í æfingaappið True Coach þar sem æfingarnar þínar munu birtast vikulega ásamt því að vera samskiptaleið við þjálfarann
 • Þú færð spurningar frá þjálfara varðandi getustig þitt í hlaupum og í framhaldi viðeigandi hlaupaprógram miðað við þína reynslu
 • Þú sækir svo um aðgang að Facebook hópnum okkar hér,  þar er hlaupasamfélagið okkar og helsta upplýsingaveita ásamt peppi og fróðleik

Innifalið í þjálfuninni er:

 • 3- 4x hlaupaæfingar í viku (eftir því á hvaða getustigi þú ert)
  • Mjög fjölbreyttar æfingar þar sem ýmist er unnið með tíma eða vegalengd. 
 • 1x styrktaræfing í viku, fókuseruð á hlaupara en misjafnar áherslur á milli vikna og mikil fjölbreytni
 • Æfinga-app:
  • Fyrir æfingarnar þínar
  • Samskipti við þjálfara
 • Lokaður facebookhópur með peppi og fróðleik frá þjálfara ásamt heilu hlaupasamfélagi

Þú getur skráð þig í þjálfun hvenær sem er, prógramið þitt byrjar næsta mánudag eftir skráningu 

 

Ef þú hefur spurningar þá skaltu ekki hika við að hafa samband við Hildi í gegnum facebook eða tölvupóst