Skilmálar

Upplýsingar um seljanda

Vefsíðan hildurgrims.is (hér eftir nefnd Hildur Gríms) er í eigu og rekin af PhysioGoal slf., kt.650321-2000, Spóarima 17, 800 Selfossi.

Almennt

Kaupandi verður að vera fjárráða til þess að geta keypt vöru frá Hildi Gríms. Eftirfarandi skilmálar gilda um viðskipti seljanda og kaupanda og notkun á netversluninni hildurgrims.is. Um þjónustuviðskipti gilda skilmálar sem skilgreindir eru í lögum um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003. Í vefverslun Hildar Gríms eru í boði stök netnámskeið og hópnámskeið með upphafs- og lokadagsetningu. Hildur Gríms áskilur sér rétt til að hætta við pantanir ef greiðsla hefur ekki borist þegar 24 klst eru þar til námskeið hefst. Einnig til að hætta að bjóða upp á ákveðin námskeið eða vörur fyrirvaralaust. Hildur Gríms er höfundur alls efnis sem keypt er á síðunni hildurgrims.is og er efnið einungis ætlað til einkanota kaupanda. Dreifing á efni í heild sinni er með öllu óheimil nema með leyfi frá höfundi.

Verð

Öll verð í netversluninni er í íslenskum krónum án virðisaukaskatts. Hildur Gríms áskilur sér rétt til að breyta verðum án fyrirvara.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Netnámskeið og önnur fjarþjálfun fæst ekki endurgreidd.

Ábyrgðarskilmálar

Kaupandi skal kynna sér vel lýsingu á vöru og hvort viðkomandi æfingaprógramm henti miðað við heilsufarssögu og núverandi ástand. Hildur Gríms ber ekki ábyrgð á meiðslum eða öðru sem kann að koma upp á meðan æfingu stendur. Kaupandi er á eigin ábyrgð við framkvæmd æfinga. 

Afhending vara og kostnaður

Öll netnámskeið og fjarþjálfun eru send í tölvupósti á það netfang sem gefið er upp við pöntun innan við sólarhring frá því að greiðsla berst.

Greiðslur

Allar kortagreiðslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Rapyd. Hægt er að greiða með öllum debit- og kreditkortum frá Visa og MasterCard.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. Seljandi meðhöndlar persónuupplýsingar kaupanda í samræmi við gildandi lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000. Vafrakökur eru notaðar til þess að greina umferð um vefinn. 

Varnarþing

Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þeirra skal það rekið fyrir íslenskum dómstólum.