Online hlaupaþjálfun þar sem þú færð hlaupaprógram frá þjálfara og tekur þínar æfingar hvar og hvenær sem þér hentar, hvort sem þú ert byrjandi eða lengra komin/nn
Fyrst og fremst frábær hvatning og gott fyrirkomulag. Það er líka svo frábært hvernig Hildur miðlar sinni reynslu til okkar og að tala opið um kvenheilsu og allt sem því tengist hefur líka hjálpað mér mjög mikið. Hún fær fullt hús stiga frá mér ❤
Helga Guðný
Þetta hlaupaprógramm hentar öllum. Æfingarnar eru settar fram fyrir marga en samt einstaklingsmiðað hver og einn gerir æfinguna eftir sínu getustigi og þegar honum hentar. Hildur er frábær þjálfari og hvetur mann til dáða. Hún fylgist vel með hvar maður er staddur og hvetur mann áfram útfrá því. Facebook síðan er full af fróðleik og þar eru allir fyrir alla, góð hvatning og samstaða þar inni.
Helena Helgadóttir
Mér finnst Hildur setja upp skemmtilegar æfingar og er mjög hvetjandi. Góður fróðleikur á Facebook síðunni sem mér hefur fundist gott að lesa og fræðast.
Elín Guðrún
Það hefur verið gott að fá hvatningu frá þjálfara 😊 Ekki mætt mikið á sameiginlegar æfingar vegna covid, en man hvað mér fannst erfitt að mæta á fyrstu. Las mig til inn á FB síðunni um að hver og einn færi á sínum hraða og það gaf mér kjark til að mæta. Ég hef fengið bæði prógramm fyrir byrjendur og lengra komna og hef getað valið a milli, hefur reynst mér vel.
Guðrún
Ég er almennt mjög ánægð með prógrammið í heild sinni. Æfingarnar eru skemmtilegar og hjálpa mér að halda dampi. Einnig finnst mér pistlarnir á facebook gagnlegir bæði varðandi hlaupaþjálfun og hugarfarsþjálfun. Hildur finnst mér einnig mjög gefandi og alltaf til í að aðstoða ef eitthvað er. Þó það sé fjarþjálfun þá er hún samt til staðar í appinu og í fb hópnum.
Dagný
Mjög flott upp sett þjálfun, hentar einstaklega vel fyrir þá sem búa fyrir utan þéttbýli og ekki eru til staðar skokkhópar sem hægt væri að taka þátt í og maður fær aðeins þá upplifun að maður sé partur af hóp. Flottur fróðleikur sem kemur reglulega
Harpa
Skemmtileg og fagleg hlaupaþjálfun. Finnst líka mikill metnaður að baki og góð fræðsla. FBhópurinn veitir aðhald og hvatningu. Hlakka til að geta mætt á miðvikudögum með hópnum aftur. Finnst svo gott að hafa samæfingu með.
Elísabet
Hildur býður upp á besta fjarþjálfunar prógram sem ég hef keypt. Hún gefur sér tíma til að hvetja mann persónulega áfram og fylgjast með hvernig manni gengur og svo er hún dugleg að setja inn fræðslu á fb hópinn. Æfingarnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar.
Nafnlaust
Aðgengileiki - hvort tveggja appið sem og þjálfarinn ;) uppbyggilegt, hvetjandi að fá vikulega pósta og það heldur manni meira við efnið :)
María
Samstarfsaðili
Use left/right arrows to navigate the slideshow or swipe left/right if using a mobile device
Choosing a selection results in a full page refresh.
Press the space key then arrow keys to make a selection.