Framhald af grunnnámskeiðinu Móðir-Grunnur (eða öðrum sambærilegum námskeiðum fyrir mæður)
Markmið námskeiðsins er að halda áfram að byggja ofan á þann grunn sem þegar er kominn. Við höldum áfram að auka álagið jafnt og þétt og leggjum nú meiri áherslu á hopp og auknar þyngdir.
Frábært námskeið í alla staði, hefði aldrei viljað sleppa því og mæli heilshugar með fyrir allar konur eftir meðgöngu og fæðingu
Námskeiðið var mjög skemmtilegt, æfingarnar fjölbreyttar og persónuleg þjálfun. Æfingarnar eru skalaðar eftir þörfum hvers og eins og því var alltaf hægt að finna útfærslu sem hentaði vel. Mér leið mjög velkominni á námskeiðinu og fékk mikinn stuðning
Skemmtilegt námskeið, skemmtilegar æfingar, skemmtilegur félagsskapur og akkurat það sem maður þarf til að hlusta á likaman fyrir komandi hreyfingu
Að mæta í tíma hjá Hildi er ljúft og skemmtilegt. Hún sýnir mikinn skilning og hefur mikla þekkingu sem gott var að leita í.
Mæli hiklaust með fyrir allar konur sem hafa fætt barn. Verkir sem ég hafði í líkamanum eftir sængurlegu tímabilið næstum hurfu þegar leið á námskeiðið
Námskeiðið var akkurat það sem ég þurfti! Fjōlbreyttar og skemmtilegar æfingar, mjōg góð fræðsla með ōðrum mömmum í sama ferli, undir leiðsōgn fagmanns.
Hildur skapaði einstaklega jákvætt og uppbyggilegt umhverfi og hefur augljóslega sett mikla vinnu í að útbúa vandað námskeið. Ég mæli heilshugar með námskeiðinu
Yndislegt og rólegt andrúmsloft sem gefur manni öryggi til þess að æfa á sínum hraða
Mjög flott námskeið, Hildur er virkilega góður þjálfari með góða nærveru, peppar mann áfram en samt innan skynsamlegra marka þar sem líkaminn er að skríða saman eftir meðgöngu og fæðingu
Frábært námskeið sem fer vel yfir grunninn eftir meðgöngu á mjög skilvirkan hátt en verður svo meira krefjandi, sem er æðislegt! Æfingarnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar og svo gott að eiga að vinna bara á sínum hraða. Svo er svo skemmtilegt og mikilvægt að hitta aðrar mömmur og börn!
Þetta námskeið er mjög góður grunnur fyrir konur sem vilja byrja að hreyfa sig eftir meðgöngu og fæðingu, og þá sérstaklega konur sem hafa farið í keisaraskurð. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að hlusta á líkamann og þekkja sín mörk.
Hildur er mjög góð í að sníða æfingarnar að hverjum og einum iðkanda eftir því sem við á. Æfingarnar byrja rólega en verða meira krefjandi eftir því sem líður á námskeiðið.
Use left/right arrows to navigate the slideshow or swipe left/right if using a mobile device
Choosing a selection results in a full page refresh.
Press the space key then arrow keys to make a selection.